Getur þú breytt einhverju í fari þínu til að bæta líf þitt ?

  Hvað er það sem veldur offitu ?  Hér eru 10 hlutir sem valda henni og eru stærstu orsökin á offitu.

  1. matur of stórir skammtar og sykurát
  2. hreyfingarleysi
  3. stress og svefnleysi
  4. við eldum ekki fyrir okkur sjálf
  5. við eltum tísku í mat  ( hollusta ) og borðum mikið af honum
  6. við borðum á vitlausum tíma  ( t.d seint á kvöldin )
  7. við borðum til að þóknast öðrum og borðum tvísvar ....
  8. borðum á hlaupum
  9. kaupum mat á sama stað og við kaupum bensínið  
  10. erfði fitu frá mömmu, pabba, ömmu ........

Hugsið um þessar spurningar og sjáið hvort eitthvað á við ykkur. Ef svo er þá er auðvelt að breyta til. Skrifið niður hegðun og svo breytingu og gerið samkvæmt henni. Bara að breyta nokkru í hegðun okkar, gerir munin í að ná árangri.

 


..ég skal fara aftur erlendis ef það hjálpar...

Ég var spurð um daginn, hvenær ég flutti aftur heim og ég svaraði; desember 2005 og 2 árum seinna hrundi allt.... Þið sjáið, áður en ég pakkaði öllu saman, seldi eignir og flaug hingað heim....gekk sú saga að hér blómstraði allt, allir ríkir, fullt af nýjum fyrirtækjum, verslunum, bönkum, fullt af sjónvarpsstöðvum, fréttir allan daginn, allir fá lán....4 líkamsræktir, sem sé nóg af öllu. En nú er tíðin önnur og ég er hreynlega farin að taka þetta persónulega... en ef einhver vill kaupa miða og mínar eignir aftur.....þá skal ég fara !! :)

 Ég grínist nú en ......


Bílaviðgerðir ekki fyrir konur ......

Í síðustu viku lenti ég í því að þurfa fara með bílinn í viðgerð....nei heyrðu síðustu 3 mánuðina hef ég þurft að fara með bílinn í viðgerð. þetta er 11 ára gamall bíll sem er ekki gamalt í hunda árum, en hvað með það, ég hef aldrei lent í þessu og vona að ég lendi aldrei í þessu aftur, ef ég fæ við því ráðið.

Aldur bílsins er ekki málið heldur aðferð bílaþjónustunnar við bílinn og mig. Fyrst fór ég með bílinn að láta setja nýtt pústkerfi, ss allt nýtt undir bílinn. Svo þurfti ég að fara aftur með sama hlutinn og svo aftur. Skýring frá þeim; gleymdum þessum hlut, settum ekki nýja klemmu, krókurinn ekki beygður aftur...og jú stykkið sem ég kom í fyrstu til að láta laga....gleymdist allveg. Í þeirri ferð skiptu þeir um hjólegu, spindil og bremsuborða. (voða finnst mér ég orðin klár í bílamáli :) Kom í ljós þeir gerðu við ...röngu meginn, rugluðu saman hægri og vinstri. Týndu svo skoðunarpappírnum. Önnur ferð fyrir það sama. Svo fór önnur hjólega og var gert við, en svo festist dekkið í keyrslu og ég fór með hann aftur og þá gleymdist að skipta um ...... ok þarf ég að segja meira, held ekki.... you get the picture :)

Nú ætla ég ekki að segja að menn lendi ekki í þessu en ég held það sé minna um það. Ég hef farið núna síðan í ágúst  8 sinnum inn á verkstæði. Það gerir um ...drum roll....180 þús í tímavinnu handa þeim, wooph wooph. Ég er enginn sérfræðingur en hefði ekki verið betra að skoða bílinn allveg og gera við það sem gera þurfti, klára verkin og minnka þannig tímavinnuna, og ég tala ekki um vinnu tap mitt og vesen við að hafa ekki annan bíl.

En svo fer ég með bílinn í langþráða skoðun, eftir alla viðgerðina, meira segja öll ljós á bílnum. Þegar þangað er komið, segir stelpan mér að það kosti mig 20.000 að láta skoða, það séu þessi gjöld og önnur. Málið er að ég átti að koma með hann í endurskoðun í enda ágúst....Sjá að ofan afhverju ég komst ekki fyrr. Ég reyndi að útskýra svo hún gæfi mér kannski séns en hún tilkynnti mér að sýslumaðurinn á Blöndósi ætti peninginn. ?  Ok allt gott og blessað. En svo var það skoðunin sjálf. Fékk ekki skoðun og ástæðan sú að þeir ( viðgerðarmennirnir ) kláruðu ekki verkið, sem sé á hjólegunni sem þeir áttu að skipta um. Nú var kella orðin reið og keyrði eins og naut niður á verkstæðið og stóð þar með tárin í augum þar sem þeir, núna, könnuðust ekki við viðgerðina. Ég keyrði í hasti heim og náði í kvittunina sem sýndi viðgerðina, en kom þá í ljós röng hjólega. Æ Æ greyin. Þeir tóku hann strax og löguðu...fyrir 22000 kr. Í milli tíðinni fór ég upp í ...... og reyndi að fá afritið af síðustu skoðun og var sagt að það sé komið í geymslu, og ekkert hægt að sjá á tölvunni. ? Ætla ekki að eyða orðum yfir því. Þá segir hann, sem hann hefði getað gert fyrr um daginn, : ég læt þig bara fá skoðun og þú kemur seinna og sýnir mér....(framhald seinna þegar ég er búin að ná mér eftir þessa upprifjun,)


Jákvæðnin farin, eins og svo margir, til útlanda.....

Jákvæðni er undirstaða okkar í lífinu en núna er farið að grafa undan henni. Pólitík, einelti, óhæft fólk, tjöld á austurvelli, útlendingar að týnast á fjöllum, perraskapur, kynferðisofbeldi, biskupar, Jóhanna, dýrtíðin, lánin, vextirnir, bankarnir, þjónusta eða óþjónusta, spítalar, læknar, hárgreiðslustofur, tungumálið, skólarnir, Harpan....ég veit að ég er að gleyma einhverju...listinn er eflaust lengri.

Ef ég mætti þá hef ég nokkrar tillögur.

  1. Pólitík : Gefa Ólafi leyfi til að leysa þing og byrja aftur. Hafa bara tvo flokka, með og móti.
  2. Einelti : Taka völdin aftur sem foreldrar og stjórnendur og hegna fyrir verknað.
  3. Óhæft fólk : Reka það.
  4. Tjöld á Austurvelli : Setja skilti upp sem á stendur, bannað að tjalda, sekt við.
  5. Útlendingar : You are on your own, so take care and dont travel alone, read the brochure.
  6. Perraskapur : Fangelsi ef sannað og brottrekstur frá vinnu og eða skóla.
  7. Kynferðisofbeldi : Læra að þekkja merkin og lengja fangelsisvist, svona 16 ár, því gerandinn er búinn að drepa sál þolandann.
  8. Biskupar : Naflaskoðun og brottrekstur ef brjóta Guðs lög, sem þeir kenna okkur.
  9. Jóhanna : Ekki kjósa hana aftur.
  10. Dýrtíð : Hætta að versla við útlönd, hætta að flytja mat og vörur til landsins. Búum til vinnu handa okkur öllum og förum að framleiða þessa hluti sjálf.
  11. Lánin : ...hef ekki klú
  12. Vextirnir : ....hef ekki klú
  13. Bankarnir : Breyta lögum varðandi þá...leggjum til kosningar um að þeim verði breytt.
  14. Þjónusta eða óþjónusta : Versla við þá sem þjóna en sniðganga hina.
  15. Spítalar : Leyfa einka....ég vil borga fyrir þjónustu í dag í staðinn fyrir að borga með heilsunni seinna.
  16. Læknar : Borga þeim.
  17. Hárgreiðslustofur : Ekki versla þar sem óþjónusta finnst, sjá að ofan.
  18. Tungumálið : Skipa fjölmiðlum að tala hreina íslensku og syngja á íslensku í júróvisjon. Tala hreina íslensku á heimilum. Setja íslenskt tal við alla þætti og myndir. Byrja ekki að kenna ensku fyrr en um 16 ára aldur. Hætt að fara til útlanda.......I am joking ofcourse. Held bara að vanda sig í tali þar sem lítil eyru heyra til.
  19. Skólarnir : Foreldrar skipti því á milli sín að taka þátt í öllu og fylgjast með börnum sínum. Fá að heimsækja bekkinn, sitja einn og einn tíma. Gefa sér tíma í þetta eins og annað.
  20.  Harpan : Kveikja í henni ..... Nei nú ég ljúga...það er orðið of seint að tala um hana.

Þetta eru bara hugmyndir sem koma upp í hugann....þar sem myndirnar koma. Ég er orðin þreytt á neikvæðinu sem virðist undirstrika allt hjá okkur, líka mér. Jólin á næstu grösum og er ég viss um að neyðin verði meiri þessi jól en fyrr. Ég nenni ekki að vera í fílu lengur, ég ætla að leggja mig fram að vera jákvæð og byrja allar setningar á að segja JÁ ...hjálpa þar sem ég get, brosa að fólki, hugga þar sem huggun vantar, bjóða mig fram í sjálfboðavinnu, hætta sjónvarps glápi, loka tölvunni og hafa hana lokaða sem mest, faðma fjölskylduna og hlæja meira. Allt annað eins og við sögðum í den tíð: ÞETTA REDDAST :) jú og eitt....kveikja kerti á hverju kvöldi og biðja minn Guð eða minn æðri, hvað sem við köllum okkar bjargvætt, um að hjálpa okkur öllum og gefa okkur frið. 

 Mér líður betur :) Takk fyrir að lesa !

 


Baráttan við aukakílóin, ég er með svarið...

Reyndar ekki, en ég er með kenningu sem ég hef verið að láta reyna á. Í staðinn fyrir að einblína á vigtina, fygjumst við með hvað við erum að grennast, því þessi hugtök eiga bara eitt sameiginlegt og það er að mæla árangur. Ég brýni fyrir konunum mínum að horfa í spegilinn, máta fötin, hlusta á hrós og finna velíðann sem fylgir því að borða betra ( já ég segi borða ) og hreyfa sig. Þetta er nú allur sannleikurinn. Ef við borðum fyrir einn, sleppum sælgæti/bakkelsi ( öllum sykri ) minnkum brauð át í eina á dag, líka hrökkbrauð því eins og nafnið ber til er það brauð. Minnkum mjólkurþamb, skyr, jógúrt, ost át eða veljum fituminni vörur, þá eigum við að léttast með tímanum. Ef við hreyfum okkur minnst 3 í viku, eigum við að grennast.

 Ég heyri oft að konur vilji ekki vöðva. En viltu frekar fitu en vöðva? Við erum ekki í vaxtarrækt heldur líkamsrækt og þar er stór munur á. Auðvitað þyngjumst við þar sem vöðvar eru þyngri en fita, en í rest jafnar þetta sig allt út og eftir því sem við náum góðum árangri.. grennumst við og léttumst um leið.

 Ertu að borða fyrir tvo ?  Ertu að smakka tvisvar ? Er enginn matur á morgun ? Viltu ekki að hinir fái sinn skammt? Ertu að gera gestgjafanum til þægðar og borða yfir þig ? Færðu þér 3 kökusneiðar því annars móðgast gestgjafinn? Þorir þú ekki að segja NEI takk ég er saddur/södd ? Verður að klára af disknum ? Þegar gestgjafinn býður þér að fá þér aftur á diskinn og segir að Guð skammti þér ekki núna....reyndar hef ég aldrei skilið þessa setningu, en hvað með það, ef eitt af þessu á við þig ráðlegg ég þér að setjast niður og athuga hvort þú getir breytt einhverju, svo aðeins meira seinna osvfrv.

Við stjórnum okkar líkama. Ef ég væri sykursjúk, væri þá ekki dónalegt ef gestgjafinn ýtti að mér köku ?

 


Nenni þessu ekki lengur, segir ekkja....

Hún er búin að fá nóg. Ég get skilið konuna og frekar sárt fyrir hana að heyra þessi umtöl og skil allveg að hún vilji ekki lesa bókina. En það breytir ekki að þar sem er reykur.....er eflaust eldur. Ég heyri samt að þeir eru að reyna að segja....hér er reykur ...án elds. Ég held að það séu um 20% af öllu mannkyninu sem hefur lent í einskonar misnotkun, hvort sem um er að ræða kynferðislega eða annað. Ég skal ekki sverja fyrir um hvort Guðrún Ebba er með sannar eða falskar minningar en einhverjar minningar eru þarna sem ýta undir vanlíðan hennar.  (ef % talan er hærri, bið ég afsökunar)

 Hvað er það þegar við sem fjölskylda neitum að skoða bleika fílinn sem stendur í stofunni. Hvað veldur því að við viljum ekki heyra um að við séum ekki fullkomin. Það er einhvernskonar spé hræðsla hjá okkur að heyra sannleikann og eða díla við hann. Við könnumst öll við þá tilfinningu þegar einhver segir við okkur eða er að leiðrétta okkur eða vill sýna okkur hvernig á að gera ....þá segja flestir : heldurðu að ég kunni þetta ekki....eða ég veit þetta. Við erum svo hrædd við að sýna veikleika að oft skemmir það fyrir okkur og fólk gerir mistök. Þannig tel ég að fjölskyldur vilja ekki sýna veikleikann sem er að skaða þau og tvístra í senn.  

Veikleiki er skaðsamur öllum og gerir það að verkum að samvinna tekst ekki og tilfinningar koma í veg fyrir árangur. Ég legg til að fólk lesi bókina, áhugavert verk um sálarhugfar einnar manneskju. Ekki láta þetta eyðileggja 20 ára rannsóknir og uppljóstrun á þessari báglegu hegðun hjá sumu fólki.

það er nefnilega til vont fólk í heiminum .... for real !!


Allveg glæný ýsa að byrja sitt fyrsta blogg :) en fyrirsögnin á að vera: dónaskapur

Mér finns það ótrúlegt hvað fólk getur verið dónalegt.....heyrði ég sagt í gær.

Hér var verið að ræða um kúnna fyrirtækis. Kúnninn hafði vogað sér að gera athugasemd við breytingu á staðnum og fékk að heyra það að ef hann væri ekki ánægður gæti hann farið eitthvað annað með viðskipti sín. Mér brá, en hugsaði með mér að þau gætu allveg svo sem misst nokkra kúnna. Það væri alltaf svo mikið að gera hjá þeim. Þau eru alltaf svo bisí. Stoppa bara ekki.  Haaa (innsog) ??.....Er ekki allt í lagi hérna?

Annað tilvik var að í síðasta mánuði voru nokkrir kúnnar komnir á dyrnar hjá þeim rétt fyrir kl 6 um morguninn þar sem staðurinn opnar kl 6. Jú jú þær voru opnaðar fyrir þeim, en þær spurðar hvort þær gerðu sér ekki grein fyrir því að staðurinn opnaði ekki fyrr en kl. 6. Ekki góðan daginn, hæ gaman að sjá ykkur, takk fyrir að koma til okkar en ekki hinna .....

er ekki allt í lagi ?.....nei famelia finnst ekki allt í lagi hérna. Hvað finns þér ?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband