Jákvæðnin farin, eins og svo margir, til útlanda.....

Jákvæðni er undirstaða okkar í lífinu en núna er farið að grafa undan henni. Pólitík, einelti, óhæft fólk, tjöld á austurvelli, útlendingar að týnast á fjöllum, perraskapur, kynferðisofbeldi, biskupar, Jóhanna, dýrtíðin, lánin, vextirnir, bankarnir, þjónusta eða óþjónusta, spítalar, læknar, hárgreiðslustofur, tungumálið, skólarnir, Harpan....ég veit að ég er að gleyma einhverju...listinn er eflaust lengri.

Ef ég mætti þá hef ég nokkrar tillögur.

  1. Pólitík : Gefa Ólafi leyfi til að leysa þing og byrja aftur. Hafa bara tvo flokka, með og móti.
  2. Einelti : Taka völdin aftur sem foreldrar og stjórnendur og hegna fyrir verknað.
  3. Óhæft fólk : Reka það.
  4. Tjöld á Austurvelli : Setja skilti upp sem á stendur, bannað að tjalda, sekt við.
  5. Útlendingar : You are on your own, so take care and dont travel alone, read the brochure.
  6. Perraskapur : Fangelsi ef sannað og brottrekstur frá vinnu og eða skóla.
  7. Kynferðisofbeldi : Læra að þekkja merkin og lengja fangelsisvist, svona 16 ár, því gerandinn er búinn að drepa sál þolandann.
  8. Biskupar : Naflaskoðun og brottrekstur ef brjóta Guðs lög, sem þeir kenna okkur.
  9. Jóhanna : Ekki kjósa hana aftur.
  10. Dýrtíð : Hætta að versla við útlönd, hætta að flytja mat og vörur til landsins. Búum til vinnu handa okkur öllum og förum að framleiða þessa hluti sjálf.
  11. Lánin : ...hef ekki klú
  12. Vextirnir : ....hef ekki klú
  13. Bankarnir : Breyta lögum varðandi þá...leggjum til kosningar um að þeim verði breytt.
  14. Þjónusta eða óþjónusta : Versla við þá sem þjóna en sniðganga hina.
  15. Spítalar : Leyfa einka....ég vil borga fyrir þjónustu í dag í staðinn fyrir að borga með heilsunni seinna.
  16. Læknar : Borga þeim.
  17. Hárgreiðslustofur : Ekki versla þar sem óþjónusta finnst, sjá að ofan.
  18. Tungumálið : Skipa fjölmiðlum að tala hreina íslensku og syngja á íslensku í júróvisjon. Tala hreina íslensku á heimilum. Setja íslenskt tal við alla þætti og myndir. Byrja ekki að kenna ensku fyrr en um 16 ára aldur. Hætt að fara til útlanda.......I am joking ofcourse. Held bara að vanda sig í tali þar sem lítil eyru heyra til.
  19. Skólarnir : Foreldrar skipti því á milli sín að taka þátt í öllu og fylgjast með börnum sínum. Fá að heimsækja bekkinn, sitja einn og einn tíma. Gefa sér tíma í þetta eins og annað.
  20.  Harpan : Kveikja í henni ..... Nei nú ég ljúga...það er orðið of seint að tala um hana.

Þetta eru bara hugmyndir sem koma upp í hugann....þar sem myndirnar koma. Ég er orðin þreytt á neikvæðinu sem virðist undirstrika allt hjá okkur, líka mér. Jólin á næstu grösum og er ég viss um að neyðin verði meiri þessi jól en fyrr. Ég nenni ekki að vera í fílu lengur, ég ætla að leggja mig fram að vera jákvæð og byrja allar setningar á að segja JÁ ...hjálpa þar sem ég get, brosa að fólki, hugga þar sem huggun vantar, bjóða mig fram í sjálfboðavinnu, hætta sjónvarps glápi, loka tölvunni og hafa hana lokaða sem mest, faðma fjölskylduna og hlæja meira. Allt annað eins og við sögðum í den tíð: ÞETTA REDDAST :) jú og eitt....kveikja kerti á hverju kvöldi og biðja minn Guð eða minn æðri, hvað sem við köllum okkar bjargvætt, um að hjálpa okkur öllum og gefa okkur frið. 

 Mér líður betur :) Takk fyrir að lesa !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband