Baráttan við aukakílóin, ég er með svarið...

Reyndar ekki, en ég er með kenningu sem ég hef verið að láta reyna á. Í staðinn fyrir að einblína á vigtina, fygjumst við með hvað við erum að grennast, því þessi hugtök eiga bara eitt sameiginlegt og það er að mæla árangur. Ég brýni fyrir konunum mínum að horfa í spegilinn, máta fötin, hlusta á hrós og finna velíðann sem fylgir því að borða betra ( já ég segi borða ) og hreyfa sig. Þetta er nú allur sannleikurinn. Ef við borðum fyrir einn, sleppum sælgæti/bakkelsi ( öllum sykri ) minnkum brauð át í eina á dag, líka hrökkbrauð því eins og nafnið ber til er það brauð. Minnkum mjólkurþamb, skyr, jógúrt, ost át eða veljum fituminni vörur, þá eigum við að léttast með tímanum. Ef við hreyfum okkur minnst 3 í viku, eigum við að grennast.

 Ég heyri oft að konur vilji ekki vöðva. En viltu frekar fitu en vöðva? Við erum ekki í vaxtarrækt heldur líkamsrækt og þar er stór munur á. Auðvitað þyngjumst við þar sem vöðvar eru þyngri en fita, en í rest jafnar þetta sig allt út og eftir því sem við náum góðum árangri.. grennumst við og léttumst um leið.

 Ertu að borða fyrir tvo ?  Ertu að smakka tvisvar ? Er enginn matur á morgun ? Viltu ekki að hinir fái sinn skammt? Ertu að gera gestgjafanum til þægðar og borða yfir þig ? Færðu þér 3 kökusneiðar því annars móðgast gestgjafinn? Þorir þú ekki að segja NEI takk ég er saddur/södd ? Verður að klára af disknum ? Þegar gestgjafinn býður þér að fá þér aftur á diskinn og segir að Guð skammti þér ekki núna....reyndar hef ég aldrei skilið þessa setningu, en hvað með það, ef eitt af þessu á við þig ráðlegg ég þér að setjast niður og athuga hvort þú getir breytt einhverju, svo aðeins meira seinna osvfrv.

Við stjórnum okkar líkama. Ef ég væri sykursjúk, væri þá ekki dónalegt ef gestgjafinn ýtti að mér köku ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband