Bílaviðgerðir ekki fyrir konur ......

Í síðustu viku lenti ég í því að þurfa fara með bílinn í viðgerð....nei heyrðu síðustu 3 mánuðina hef ég þurft að fara með bílinn í viðgerð. þetta er 11 ára gamall bíll sem er ekki gamalt í hunda árum, en hvað með það, ég hef aldrei lent í þessu og vona að ég lendi aldrei í þessu aftur, ef ég fæ við því ráðið.

Aldur bílsins er ekki málið heldur aðferð bílaþjónustunnar við bílinn og mig. Fyrst fór ég með bílinn að láta setja nýtt pústkerfi, ss allt nýtt undir bílinn. Svo þurfti ég að fara aftur með sama hlutinn og svo aftur. Skýring frá þeim; gleymdum þessum hlut, settum ekki nýja klemmu, krókurinn ekki beygður aftur...og jú stykkið sem ég kom í fyrstu til að láta laga....gleymdist allveg. Í þeirri ferð skiptu þeir um hjólegu, spindil og bremsuborða. (voða finnst mér ég orðin klár í bílamáli :) Kom í ljós þeir gerðu við ...röngu meginn, rugluðu saman hægri og vinstri. Týndu svo skoðunarpappírnum. Önnur ferð fyrir það sama. Svo fór önnur hjólega og var gert við, en svo festist dekkið í keyrslu og ég fór með hann aftur og þá gleymdist að skipta um ...... ok þarf ég að segja meira, held ekki.... you get the picture :)

Nú ætla ég ekki að segja að menn lendi ekki í þessu en ég held það sé minna um það. Ég hef farið núna síðan í ágúst  8 sinnum inn á verkstæði. Það gerir um ...drum roll....180 þús í tímavinnu handa þeim, wooph wooph. Ég er enginn sérfræðingur en hefði ekki verið betra að skoða bílinn allveg og gera við það sem gera þurfti, klára verkin og minnka þannig tímavinnuna, og ég tala ekki um vinnu tap mitt og vesen við að hafa ekki annan bíl.

En svo fer ég með bílinn í langþráða skoðun, eftir alla viðgerðina, meira segja öll ljós á bílnum. Þegar þangað er komið, segir stelpan mér að það kosti mig 20.000 að láta skoða, það séu þessi gjöld og önnur. Málið er að ég átti að koma með hann í endurskoðun í enda ágúst....Sjá að ofan afhverju ég komst ekki fyrr. Ég reyndi að útskýra svo hún gæfi mér kannski séns en hún tilkynnti mér að sýslumaðurinn á Blöndósi ætti peninginn. ?  Ok allt gott og blessað. En svo var það skoðunin sjálf. Fékk ekki skoðun og ástæðan sú að þeir ( viðgerðarmennirnir ) kláruðu ekki verkið, sem sé á hjólegunni sem þeir áttu að skipta um. Nú var kella orðin reið og keyrði eins og naut niður á verkstæðið og stóð þar með tárin í augum þar sem þeir, núna, könnuðust ekki við viðgerðina. Ég keyrði í hasti heim og náði í kvittunina sem sýndi viðgerðina, en kom þá í ljós röng hjólega. Æ Æ greyin. Þeir tóku hann strax og löguðu...fyrir 22000 kr. Í milli tíðinni fór ég upp í ...... og reyndi að fá afritið af síðustu skoðun og var sagt að það sé komið í geymslu, og ekkert hægt að sjá á tölvunni. ? Ætla ekki að eyða orðum yfir því. Þá segir hann, sem hann hefði getað gert fyrr um daginn, : ég læt þig bara fá skoðun og þú kemur seinna og sýnir mér....(framhald seinna þegar ég er búin að ná mér eftir þessa upprifjun,)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband