Litið um öxl. Árið 2011, er búið að ræna mig allri minni orku. Í dag sit ég og íhuga að veifa hvíta fánanum og hvíla mig á þessu striti, taka aftur stjórn á mínu lífi. Ég er að íhuga að ferðast meira, fara í innkaup til London eða jafnvel ferðast til Seattle þar sem ég bjó í 23 ár. Ég er að íhuga að hætta að þræla fyrir ríkið því ég á aldrei eftir að sjá eyri frá þeim, í ellinni. Ég er að íhuga að læra kæruleysi, væruleysi og alla þá leysi sem til er. Sjálfselska er ekki til í mínum huga þannig að ég ætla að bæta úr því. Hvar kaupir maður slíkt? Eða er það sjálfselska að vilja lifa góðu lífi?
Þú spyrð kannski afhverju ég sé að íhuga þessa hluti? Jú það er nefnilega þannig að í gær sat ég ein heima, orkulaus og uppgefin. Ég nennti ekki að fara út að borða eða hvað það er sem fólk leyfir sér um helgar. Í dag á ég pening til að leyfa mér að njóta. En ég held utan um þá og þori ekki að leyfa mér neinn unað. Í dag langar mig að fara og versla kannski eina flík en velti því fyrir mér að eflaust skulda ég þennan pening einhverstaðar og er búin að gleyma því, eflaust af orkuleysi. Ég hef ímugust á pollýönnu dæminu og finnst það afneitun á því að þurfa að takast á við lífið. Fólk gleymir því að Pollýanna, þessi eina sanna, gerði eitthvað í vandræðum sínum. Hún sagði ekki bara; ég tek þessu með jákvæðninni, heldur gerði hún og tók ákvarðanir um að laga ástandið.
Ég er ekki að vorkenna mér en ég gerðist sjúklingur fyrir 8 árum. Fékk flogaveiki vegna heilaaðgerðar. (slagæðagúlp,sem ég pantaði ekki úr bækling og á skilið bætur fyrir). Ég get ekki unnið við vinnuna sem ég vann við áður, heldur vinn rétt yfir 50% vinnu og fæ skuldir frá ríkinu, vegna aðstoðar þeirra. Á mánudaginn ætla ég að fara og afþakka þeirra aðstoð (peningalega séð). Ég ætla að biðja þá um að setja aurana upp í skuldina þar til hún er greidd.
Mig langar í föt, mig langar í góðan bíl, mig langar í mat á hverjum degi, mig langar í betri heilsu, mig langar að fara á hljómleika, mig langar á ball, mig langar út að borða, mig langar í hárklippingu og litun, mig langar í sparikápu, mig langar í gallabuxur, mig langar í skó, mig langar að vinna við það sem ég lærði, mig langar í svo margt....þess vegna er ég að íhuga að skella mér í lífið aftur og gera allt sem mig langar til að gera. Á ensku er orðið surrender, (uppgjöf) orð sem stríðsmenn notuðu þegar þeir voru komnir í klípu, því þeir vildu lifa.
"Hvaða heilv...sjálfselska er þetta í þér stelpa, svona haltu áfram að grafa ......."
Þú spyrð kannski afhverju ég sé að íhuga þessa hluti? Jú það er nefnilega þannig að í gær sat ég ein heima, orkulaus og uppgefin. Ég nennti ekki að fara út að borða eða hvað það er sem fólk leyfir sér um helgar. Í dag á ég pening til að leyfa mér að njóta. En ég held utan um þá og þori ekki að leyfa mér neinn unað. Í dag langar mig að fara og versla kannski eina flík en velti því fyrir mér að eflaust skulda ég þennan pening einhverstaðar og er búin að gleyma því, eflaust af orkuleysi. Ég hef ímugust á pollýönnu dæminu og finnst það afneitun á því að þurfa að takast á við lífið. Fólk gleymir því að Pollýanna, þessi eina sanna, gerði eitthvað í vandræðum sínum. Hún sagði ekki bara; ég tek þessu með jákvæðninni, heldur gerði hún og tók ákvarðanir um að laga ástandið.
Ég er ekki að vorkenna mér en ég gerðist sjúklingur fyrir 8 árum. Fékk flogaveiki vegna heilaaðgerðar. (slagæðagúlp,sem ég pantaði ekki úr bækling og á skilið bætur fyrir). Ég get ekki unnið við vinnuna sem ég vann við áður, heldur vinn rétt yfir 50% vinnu og fæ skuldir frá ríkinu, vegna aðstoðar þeirra. Á mánudaginn ætla ég að fara og afþakka þeirra aðstoð (peningalega séð). Ég ætla að biðja þá um að setja aurana upp í skuldina þar til hún er greidd.
Mig langar í föt, mig langar í góðan bíl, mig langar í mat á hverjum degi, mig langar í betri heilsu, mig langar að fara á hljómleika, mig langar á ball, mig langar út að borða, mig langar í hárklippingu og litun, mig langar í sparikápu, mig langar í gallabuxur, mig langar í skó, mig langar að vinna við það sem ég lærði, mig langar í svo margt....þess vegna er ég að íhuga að skella mér í lífið aftur og gera allt sem mig langar til að gera. Á ensku er orðið surrender, (uppgjöf) orð sem stríðsmenn notuðu þegar þeir voru komnir í klípu, því þeir vildu lifa.
"Hvaða heilv...sjálfselska er þetta í þér stelpa, svona haltu áfram að grafa ......."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.