aldurstakmark á áhorf skaupsins......18 ára.

Óska öllum Farsældar á þessu ári 2012 !!

Síðan að ég kom heim fyrir 6 árum hef ég reynt hvað ég get að horfa á Skaupið með jákvæðni. Þetta árið gekk mér bara þokkanlega vel. Hló svona 3svar.
 Ég er þeirra skoðunnar að skaupið væri betra ef það fengjust betri leikarar til að leika í þessu og fleiri kæmu að skrifum þess. Einnig ætti að vera nefnd sem myndi dæmi um hvað er í lagi að sýna og hvað ekki. Veit ekki hvenær þeir ákváðu að setja skaupið í hendur leikstjóra sem misskilur tilgang af skaupi og leikara sem eru ekki grín leikarar. Ég hélt það ætti að skemmta mér. Að auka við gleði kvöldsins. Að minna á mannlegu hliðina á öllu sem við erum að rifja upp á árinu og getum hlegið af.
Mér finnst alltaf að ég sé að horfa á meinyrði, niðurlægingu og .....
Sé það rétt að við eigum að enda kvöldið með klukkutíma einelti, svona rétt fyrir enda ársins, vil ég fá að hafa eitthvað um það að segja. Má ég biðja um að val á leikstjórn og leikurum verði í höndum þeirra sem lifa ekki í fjölmiðlum og skítkasti allt árið og búa svo til snilldar vitleysu og bjóða okkur upp á þessa súpu sem óbragð er af.
Meira segja væri betra að horfa á (stand up) grínista. Við eigum fullt af grínleikurum hér á landi og mig langar næst að sjá þá bæði í leik og riti á skaupinu.
Svo eru það alltaf einhverjir sem segja :  hey þetta er fyndið, ef þú ert með svartan hjúmor.
Hey þú hefur bara engann skilning á þessu.
Þú hefur engan hjúmor.
Hættu þá bara að horfa.....
Ég greiði fyrir þetta og ég vil geta horft á skaupið.
T.d af ríkissjónvarpi að vera, finnst mér að orðin fuck og shit ekki eiga þar heima, nema að við viljum setja aldurstakmark. Einnig grín af sorgum manna það er alltaf óviðeigandi í gleði.

Nóg af rausi....var búin að lofa sjálfri mér að eyða ekki meiri tíma í að láta pirrast af öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Amelía Guðjonsson

bið ykkur að fyrirgefa ...ég get ekki leiðrétt    " comedy leikara " á að vera grínleikara.

Fanney Amelía Guðjonsson, 2.1.2012 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband