10.11.2011 | 14:09
Nenni þessu ekki lengur, segir ekkja....
Hún er búin að fá nóg. Ég get skilið konuna og frekar sárt fyrir hana að heyra þessi umtöl og skil allveg að hún vilji ekki lesa bókina. En það breytir ekki að þar sem er reykur.....er eflaust eldur. Ég heyri samt að þeir eru að reyna að segja....hér er reykur ...án elds. Ég held að það séu um 20% af öllu mannkyninu sem hefur lent í einskonar misnotkun, hvort sem um er að ræða kynferðislega eða annað. Ég skal ekki sverja fyrir um hvort Guðrún Ebba er með sannar eða falskar minningar en einhverjar minningar eru þarna sem ýta undir vanlíðan hennar. (ef % talan er hærri, bið ég afsökunar)
Hvað er það þegar við sem fjölskylda neitum að skoða bleika fílinn sem stendur í stofunni. Hvað veldur því að við viljum ekki heyra um að við séum ekki fullkomin. Það er einhvernskonar spé hræðsla hjá okkur að heyra sannleikann og eða díla við hann. Við könnumst öll við þá tilfinningu þegar einhver segir við okkur eða er að leiðrétta okkur eða vill sýna okkur hvernig á að gera ....þá segja flestir : heldurðu að ég kunni þetta ekki....eða ég veit þetta. Við erum svo hrædd við að sýna veikleika að oft skemmir það fyrir okkur og fólk gerir mistök. Þannig tel ég að fjölskyldur vilja ekki sýna veikleikann sem er að skaða þau og tvístra í senn.
Veikleiki er skaðsamur öllum og gerir það að verkum að samvinna tekst ekki og tilfinningar koma í veg fyrir árangur. Ég legg til að fólk lesi bókina, áhugavert verk um sálarhugfar einnar manneskju. Ekki láta þetta eyðileggja 20 ára rannsóknir og uppljóstrun á þessari báglegu hegðun hjá sumu fólki.
það er nefnilega til vont fólk í heiminum .... for real !!
Athugasemdir
Það er skiljanlegt að fjölsk. se slegin yfir frásögn Guðrúnar - enda málið afar slæmt.
Hinsvegar finnst mer athyglisvert að hún talar ekki um þetta fyrr- því veldur ótti og kúgun.
sú óg er ekki til staðar lengur- svo hún getur talað.
Eg hef ekki trú á að fólk geri sinum nánustu það að skrifa heila bók um uppspuna - sorry !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2011 kl. 15:05
Rétt hjá þér Erla, get ekki trúað því að hún færi að gera þetta allt, fyrir athygli ? Það er engin sem leggur það á sig að særa foreldra sína, eða ég vona það. Þetta er viðkvæmt mál og enginn vill skoða nánar, gæti margt annað komið í ljós.
Fanney Amelía Guðjonsson, 10.11.2011 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.