Færsluflokkur: Dægurmál
14.3.2013 | 10:42
Páfinn, afhverju eldri borgari.
Ég var spurð í dag af ungri stúlku, afhverju páfinn væri alltaf gamall maður. Hafði að vísu engin svör handa henni en hugurinn fór af stað og núna sit ég hérna og ímynda mér páfa: sem konu, yngri, myndarlegum, með alskegg, án skrauts, án ríkidæmis og nútíma maður/kona. Ekki alveg að virka en svona er maður pórgramaður. Við sjáum páfann bara sem gamlan mann. Unga fólkið eða kynslóðir sem koma hér á eftir okkur tekst kannski að breyta þessu. Nei ég segi bara svona.....
*I was asked today by a young person, why the pope is always an old man? Off hand I did not have any answers for her but my thoughts went flying. I tried to imagine the pope a woman, a young man, handsome, with beard, without all the gold and glimmer, without all the richness.. an up to date pope. It wasn´t working for me. But see, we have been programed to see him only as an old man. Perhaps the younger generation can change this.....I´m just saying.*
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2013 | 10:32
Góðar hugmyndir um hegðun á Facebook.
Ég var að lesa statusa á FB sem eru fullir af góðum hugmyndum um hvernig við eigum að haga okkur. Langar frásagnir sem fela í sér meintan áróður á aðra nema þeim sem deildu þessum ósköpum yfir okkur. Mér finnst ég vera stödd í skammarkrók og verið sé að prédika yfir mér. Með hryllingi er ég að pæla hvort þetta eigi við mig. Þetta veldur mér áhyggjum sem verður eflaust að magasári. Skildu þeir sem deila þessu með okkur vera svo fullkomnir að þeir vakni upp einn morguninn og hugsi með sér að best sé að skrifa okkur um hversu ómöguleg við erum. Mig langar ekki að vera í hópi þeirra en mig langar að deila með ykkur að virðing nær yfir svo margt því ekki getum við öll verið eins. Mér þætti tilveran leiðinleg og tóm ef þú værir alltaf sammála mér. Ef þú þyftir alltaf að vita hvort mér líði illa eða hvort ég væri hamingjusöm. Hvort þegar ég hlæ þá er ég að fela eitthvað og sé í raun óhamingjusöm. Svo lengi má telja. Ef þegar ég tala hvort fólk hlusti á mig er í alvörunni ekkert vandamál hjá mér. Virðing við sálu manna er meira en öll orð geta sagt og á við alla. Ég reyni en stundum tekst mér illa til. Ég gleymi oft að sá sem ég tala við er ekki spunninn úr sama lopa. En ég ætla ekki að prédika og virði þína veru hér á jörðu. Reyndar er ég að prédika og biðst innilegrar afsökunar á því. :9) eigið góðan og friðsælan dag. Ást og friður. =FG=
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 12:31
Forsetakosningar og stöð 2
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2012 | 12:29
Fátæk, fátækari, fátækust !
Er eitthvað sem heitir minna fátækur? Er hægt að stigbreyta þessu orði eða er fátækt bara fátækt. Hvenær er maður fátækur? Þegar hann á ekki fyrir mat eða þegar hann getur ekki greitt bíla reikninginn er kemur að mánaðarmótum? Smá ófrísk, svolítið drukkinn, smá þjófnaður, stígur ekki allveg í vitið....ég get haldið endalaust áfram en læt þetta duga.
Ástæðan fyrir þessu skrifi er sú að ég varð fyrir þeirri óþægilegri reynslu að ræða um fátækt við konur sem fæddust, áður en þjóðin varð sjálfstæð.
Umræðan snérist um fátækt og hvað væri hægt að gera til að laga ástandið. Ég benti þeim á, í sakleysi mínu, að hægt væri að bæta hag manna með því að deila með þeim auðug landsins og veita þeim virðingu með því að gefa þeim pening til að lifa af, fyrir utan húsnæðið og farartæki, sem við teljum nauðsynlegt og mannréttindi. Síðan hvenær er að eiga bíl mannréttindi...smá útidúr. Hef aldrei heyrt eins hávær innsog!!, ég var rétt búin að sleppa orðinu. Og eins og okkar er venjan, að leyfa fólki ekki að klára setningar, (við erum mjög þjálfuð í þessu), hrópa þær að mér ; NEI við gefum þeim ekki pening, þau fara bara í ríkið á leigubíl og kaupa áfengi !! Þær kannast víst við þetta. Þegar ég loks gat róað þær, kláraði ég það sem ég vildi sagt hafið en mætti engri áheyrn. Ég var að reyna að benda þeim á að hægt væri að veita fólki aðstoð með ávisanir sem innihéldu vissri upphæð sem eigi að duga fyrir fjölskylduna, til kaupa á mat og öðrum nauðsynjavörum, smá mannréttindi. Þessar ávísanir myndu ekki vera gjaldgengar í ríkinu eða á ballstöðum. Ég fékk bakið í mig.
Við viljum enga lausn...er það? Fyrirtækin eru fátæk, við verðum að gera okkur ánægða með einn bíl, eina ferð til útlanda, tvær rauðvín um helgar ( voru eflaust 4).
En fjölskylda með 3 börn sem eiga ekki fyrir mat síðustu viku mánaðarins, þeim var nær.
Erum við að gera okkur grein fyrir ástandinu? Eða er fátækt bara ætluð þeim sem eiga nóg? Fjarstæðukennt en sannleikur, þau eru smá fátæk í dag, samkvæmt fjölmiðlum. Fólk sem eyddi síðustu krónunni til kaups á tjaldi fyrir fjölskylduna, þeim var nær. Þau eiga bara að finna annað bæjarfélag, til að búa í, slíta börn og buru upp frá rótum og byrja aftur. Fjarstæða að þau fari að búa í tjaldi með börnum sínum. Rífa sig upp úr skónum ( ef þau eiga par ) og vera jákvæð. Ég vildi að ég hefði lausn, fyrir utan þessa sem ég nefndi áður.
Fátækt er fátækt sama hvernig litið er á og allir eiga sömu möguleika og aðrir, á fátækt. Á morgun getur allt horfið. Í dag er allt horfið hjá mörgum! Hvað ætlum við að gera?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2012 | 13:15
MANNKYNISTAR, nýr hópur !!
Ég legg til að stofnaður sé hópur sem kallar sig mannkynista. Hópur sem berst á móti rasisma, órétti í lögum, brot á mannréttindum og allt það ljóta sem enn er við líði.
Ég hef aldrei talið mig til feminista. Ég tel alla hafa sömu réttindi til að standa sig í lífinu. Ég er ekki með meira próf í lífinu og geri mér grein fyrir því þegar ég fæ kaupið mitt, en að sama skapi tel ég að vöntun á innkomu mína sé ekki vegna þess að ég er kona.
Ljót og fjandsamleg orð í garð karla eða konu er ekki það sama og réttindi fyrir þessa hópa.
Konur sem börðust fyrir jafnrétti, hér áður fyrr, voru fangelsaðar og þeim bannað að tjá sig ekki taldar hæfar til að stjórna landi, keyra bíla, skrifa bækur eða kjósa. Okkur átti að nægja, að eiga menn sem gerðu þetta fyrir okkur.Tíminn var annar og létu þeir eftir konum að stjórna heimili, þvo fötin, ala börnin og elda matinn. Sem sé rekstur heimilisins líkt og rekstur þeirra á fyrirtækjum og stjórnun á alþingi.
Í dag er heitið " húsmóðir " úrelt og bannorð.
En kíkjum á hvað húsmóðir starfar við, séð frá mínum dyrum;
Rekstur heimilis, sem sé stjórnun. .
Bókhald sem kostar milljónir að læra.
Þrifnaður og þvottur sem sumir greiða stórar upphæðir fyrir.
Matreiðsla og veisluhöld sem, já sumir fóru í skóla til að læra.
Hönnun á heimili sem kostar mega money að kaupa hjá fagmanni.
Bílstjórar án meiraprófs.
Það má bæta við þetta að karlar, áður fyrr, völdu vinnumarkaðinn til að sjá fyrir heimilinu svo að konan gæti rekið heimilið. Ég tel að þannig studdi karlmaður konuna.
Ofbeldi, nauðgun, fjandsamleg framkoma og dónaskapur við konur er álitið rangt af báðum kynjum. Naugðun er fjandskapur og á sér engann stað í góðu samfélagi. Það er sagt að nauðgun sé morð á sál og að fólk nái sér aldrei. En nauðgun á sér engan þátt í barráttu kvenna til jafnréttis. Nauðgun er glæpsamleg hegðun sem sjúkt fólk framkvæmir. Sjúkt fólk sem á að eiga yfir sér jafnan dóm og manndráp gerir. En fyrst þarf að sanna það, samkvæmt lögum, eins og svo marga aðra glæpi sem þarf að sanna fyrir dómi.
Ef þú lesandi ert enn að segja hommabrandara eða nota orð eins og hommatittur eða lessur ert þú í hópi rasisma. Þar gæti hópur mannkynista beitt sér fyrir að eyða þessum fordóm.Ef þessi skrif berast til Hildar, langar mig að spyrja hana hvort hún sé að verja þennan hóp eða er hún ein af þeim sem hlær eða notar lýsingarorð sem meiða og níða.Er hún að berjast fyrir öllum hópum eða er þetta bara um konur og framkomu við þær. Ég býð henni í mannkynista hópinn.
Svo er hópur fólks að gagnrýna Vigdísi af orðum hennar. Mér finnst það sem hún skrifar sé í rétta átt í það að koma á jafnrétti. Hún bendir á að passa okkur að fara ekki of langt í þessari baráttu við hvort annað. Að fara ekki í öfgar og jafnvel setja konur í sama hóp manna sem beittu konum óréttlæti í denn tíð. Hún er ekki að fordæma feminista heldur bara að benda á öfgar í þeirra hópum. Þar er ég sammála henni. Ég býð henni í mannkynista hópinn.
I am all woman...hear me roar J but I love men just the same !!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2012 | 19:59
Ef ég fengi tækifæri á að ræða við Snorra.....
Ég heyri að: Samkynhneigð er synd. Þeir þurfa ekki að flagga kynhneigð sinni. Ekki kyssast opinberlega. Ekki sýna atlot innan um fólk.
Eiga sem sé að halda sig í skápnum. Við erum sátt við samkynhneigð en ekki ef við þurfum að horfa á það.
Dansarar, snyrtisérfræðingar og fatahönnuðir eru allir hommar? Ógerlegt að þeir séu fótboltamenn,. Pípulaggningarmenn, smiðir, stjórnmálamenn, forsetar, kennarar, hermenn, vörubílstjórar, lögfræðingar, löggur eða stjórnmálamenn! Í augum samfélagsins eru þeir fyrst og fremst hommar og eiga ekki að eiga sér drauma né þrár. Þeir eiga ekki dreyma um að eiga fjölskyldu og þetta venjulega líf. Þá séu þeir ekki hommar.
Ég er móðir samkynhneigðs manns og líð stundum órétti og heimskutal og þori ekki að neita fólki skoðun þeirra. Þegar sonur minn fæddist, lofaði ég að vernda hann með lífi mínu. Ég sat og horfði á hann og fannst hann fallegastur. Ég lofaði að kenna honum að taka sínar eigin ákvarðanir, að vera sjálfstæður. Að allt sem hann tæki sér fyrir hendur, gerði hann vel eða sleppti því. Að standa upp fyrir fólki og vernda það. Að vera góður fólki.
Hann gerir okkur, foreldra hans, hreykin á hverjum degi og ást okkar af honum dvínar aldrei. Þegar hann kom út úr þessum skáp, sem allir tala um, elskuðum við hann heitar og aftur lofaði ég að vernda hann. Reyndar datt mér aldrei í hug að ég þyrfti að vernda hann fyrir Biblíunni, Snorra, Árna eða Gunnari. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við þessa menn myndi ég sleppa því. Ég trúi því að Guð treysti mér fyrir syni mínum. Hann vissi að ég myndi ekki yfirgefa hann eða hætta að elska hann. Ég er auðmjúk Guði og þakka honum fyrir traustið sem hann sýnir mér. Að hann valdi mig til að hugsa um barnið Hans. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við Guð, myndi ég spyrja hann um Snorra, Árna og Gunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú spyrð kannski afhverju ég sé að íhuga þessa hluti? Jú það er nefnilega þannig að í gær sat ég ein heima, orkulaus og uppgefin. Ég nennti ekki að fara út að borða eða hvað það er sem fólk leyfir sér um helgar. Í dag á ég pening til að leyfa mér að njóta. En ég held utan um þá og þori ekki að leyfa mér neinn unað. Í dag langar mig að fara og versla kannski eina flík en velti því fyrir mér að eflaust skulda ég þennan pening einhverstaðar og er búin að gleyma því, eflaust af orkuleysi. Ég hef ímugust á pollýönnu dæminu og finnst það afneitun á því að þurfa að takast á við lífið. Fólk gleymir því að Pollýanna, þessi eina sanna, gerði eitthvað í vandræðum sínum. Hún sagði ekki bara; ég tek þessu með jákvæðninni, heldur gerði hún og tók ákvarðanir um að laga ástandið.
Ég er ekki að vorkenna mér en ég gerðist sjúklingur fyrir 8 árum. Fékk flogaveiki vegna heilaaðgerðar. (slagæðagúlp,sem ég pantaði ekki úr bækling og á skilið bætur fyrir). Ég get ekki unnið við vinnuna sem ég vann við áður, heldur vinn rétt yfir 50% vinnu og fæ skuldir frá ríkinu, vegna aðstoðar þeirra. Á mánudaginn ætla ég að fara og afþakka þeirra aðstoð (peningalega séð). Ég ætla að biðja þá um að setja aurana upp í skuldina þar til hún er greidd.
Mig langar í föt, mig langar í góðan bíl, mig langar í mat á hverjum degi, mig langar í betri heilsu, mig langar að fara á hljómleika, mig langar á ball, mig langar út að borða, mig langar í hárklippingu og litun, mig langar í sparikápu, mig langar í gallabuxur, mig langar í skó, mig langar að vinna við það sem ég lærði, mig langar í svo margt....þess vegna er ég að íhuga að skella mér í lífið aftur og gera allt sem mig langar til að gera. Á ensku er orðið surrender, (uppgjöf) orð sem stríðsmenn notuðu þegar þeir voru komnir í klípu, því þeir vildu lifa.
"Hvaða heilv...sjálfselska er þetta í þér stelpa, svona haltu áfram að grafa ......."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012 | 15:42
aldurstakmark á áhorf skaupsins......18 ára.
Óska öllum Farsældar á þessu ári 2012 !!
Síðan að ég kom heim fyrir 6 árum hef ég reynt hvað ég get að horfa á Skaupið með jákvæðni. Þetta árið gekk mér bara þokkanlega vel. Hló svona 3svar.
Ég er þeirra skoðunnar að skaupið væri betra ef það fengjust betri leikarar til að leika í þessu og fleiri kæmu að skrifum þess. Einnig ætti að vera nefnd sem myndi dæmi um hvað er í lagi að sýna og hvað ekki. Veit ekki hvenær þeir ákváðu að setja skaupið í hendur leikstjóra sem misskilur tilgang af skaupi og leikara sem eru ekki grín leikarar. Ég hélt það ætti að skemmta mér. Að auka við gleði kvöldsins. Að minna á mannlegu hliðina á öllu sem við erum að rifja upp á árinu og getum hlegið af.
Mér finnst alltaf að ég sé að horfa á meinyrði, niðurlægingu og .....
Sé það rétt að við eigum að enda kvöldið með klukkutíma einelti, svona rétt fyrir enda ársins, vil ég fá að hafa eitthvað um það að segja. Má ég biðja um að val á leikstjórn og leikurum verði í höndum þeirra sem lifa ekki í fjölmiðlum og skítkasti allt árið og búa svo til snilldar vitleysu og bjóða okkur upp á þessa súpu sem óbragð er af.
Meira segja væri betra að horfa á (stand up) grínista. Við eigum fullt af grínleikurum hér á landi og mig langar næst að sjá þá bæði í leik og riti á skaupinu.
Svo eru það alltaf einhverjir sem segja : hey þetta er fyndið, ef þú ert með svartan hjúmor.
Hey þú hefur bara engann skilning á þessu.
Þú hefur engan hjúmor.
Hættu þá bara að horfa.....
Ég greiði fyrir þetta og ég vil geta horft á skaupið.
T.d af ríkissjónvarpi að vera, finnst mér að orðin fuck og shit ekki eiga þar heima, nema að við viljum setja aldurstakmark. Einnig grín af sorgum manna það er alltaf óviðeigandi í gleði.
Nóg af rausi....var búin að lofa sjálfri mér að eyða ekki meiri tíma í að láta pirrast af öðrum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2011 | 11:57
Skemmtileg jólasaga og nýjar hefðir.
Ég er öll fyrir hefðir en finnst þær stundum hefta og binda okkur við það sama ár eftir ár. Þegar hlutir mistakast verður fólk sárt. Þessi jól ákvað ég að vera heima hjá mér og bjóða fjölskyldu bróður míns, sem féll frá fyrir rúmlega 2 árum. Svo bauð ég elstu systur minni sem venjulega heldur jólin ein. Ég keypti kjötið og hin sáu um meðlætið. Um daginn keyrði ég út pakka og náði svo í systur mína og svo var haldið heim að elda. Ég eldaði minn part en aldrei kom restin. Við biðum þar til hálf 6 en þá fór ég að setja saman meðlætið. Klukkubjöllurnar byrjuðu og hringdu með látum, eins og hefð segir til, því án þeirra væru engin jól :)
Svo mætti restin þegar hljómurinn var að enda og við óskuðu hvort öðru gleðilegra jóla. Sonur minn hafði hlakkað mikið til að fá frændsystkini sín og var orðinn svolítið þungbúinn. Ég andaði léttar, allir komnir. Þegar ég svo leit í augu þeirra sá ég sorg og sá að mágkona mín átti erfitt. Ég brosti og faðmaði hana og sagði nú gleðjumst við í kvöld og og höfum þetta eins og við viljum.
Á meðn ég og mákona kláruðum að elda matinn horfðu hin á bíómynd, um fjölskyldufaðir sem var svo ákveðinn í að halda alvöru jól, en hlutirnir fóru á annan veg. ( Lampoon christmas vacation) Svo var myndin pásuð og sest að borði. Skáluðum fyrir jólunum og allir sáttir. En í miðjunni á þessu uppgötvaðist það að við gleymdum kartöflunum. Í staðinn fyrir að verða leið, hlógum við og ákváðum að þetta yrði ný hefð, að hafa ekki kartöflur með matnum þar sem nóg var af öðrum kræsingum. Allir sáttir. Eftir matinn var haldið áfram að horfa á myndina. Ég fór að sýsla í eldhúsinu og tek eftir einu vínberi sem lá þarna, waldorfinn hafði gleymdst. Ég vildi ekkert segja en þegar myndin endaði og hugað var að eftirréttinum tilkynnti ég að það væri auka eftirréttur, sem sé waldorfinn. Mágkona mín sprakk úr hlátri og svo tóku allir undir og úr varð eitt af því skemmtilegasta jólakvöld sem ég hef upplifað í langann tíma. Pakkar opnaðir með kátínu og gleði.
Eftir á að hyggja tel ég að okkur voru send skilaboð frá mömmu og bróður mínum að henda öllum hefðum út og njóta þess að vera saman. Eitthvað segir mér að þau áttu hlut í því að hlutirnir fóru svona. Ég hef ákveðið að framvegis held ég jól án hefða og breyti um lit á jólatrénu á hverjum jólum.
Mákona mín er búin að kynnast yndislegum manni og var hann með okkur og held ég að hann hafi skemmt sér konunglega. Ég býð honum hjartanlega velkominn í fjölskylduna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2011 | 09:30
Getur þú breytt einhverju í fari þínu til að bæta líf þitt ?
Hvað er það sem veldur offitu ? Hér eru 10 hlutir sem valda henni og eru stærstu orsökin á offitu.
- matur of stórir skammtar og sykurát
- hreyfingarleysi
- stress og svefnleysi
- við eldum ekki fyrir okkur sjálf
- við eltum tísku í mat ( hollusta ) og borðum mikið af honum
- við borðum á vitlausum tíma ( t.d seint á kvöldin )
- við borðum til að þóknast öðrum og borðum tvísvar ....
- borðum á hlaupum
- kaupum mat á sama stað og við kaupum bensínið
- erfði fitu frá mömmu, pabba, ömmu ........
Hugsið um þessar spurningar og sjáið hvort eitthvað á við ykkur. Ef svo er þá er auðvelt að breyta til. Skrifið niður hegðun og svo breytingu og gerið samkvæmt henni. Bara að breyta nokkru í hegðun okkar, gerir munin í að ná árangri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)