14.3.2013 | 10:42
Páfinn, afhverju eldri borgari.
Ég var spurð í dag af ungri stúlku, afhverju páfinn væri alltaf gamall maður. Hafði að vísu engin svör handa henni en hugurinn fór af stað og núna sit ég hérna og ímynda mér páfa: sem konu, yngri, myndarlegum, með alskegg, án skrauts, án ríkidæmis og nútíma maður/kona. Ekki alveg að virka en svona er maður pórgramaður. Við sjáum páfann bara sem gamlan mann. Unga fólkið eða kynslóðir sem koma hér á eftir okkur tekst kannski að breyta þessu. Nei ég segi bara svona.....
*I was asked today by a young person, why the pope is always an old man? Off hand I did not have any answers for her but my thoughts went flying. I tried to imagine the pope a woman, a young man, handsome, with beard, without all the gold and glimmer, without all the richness.. an up to date pope. It wasn´t working for me. But see, we have been programed to see him only as an old man. Perhaps the younger generation can change this.....I´m just saying.*
Athugasemdir
Það er vegna þess að þá er hægt að skipta þeim örar út. Hugsaðu þér ef næsti páfi yrði á aldri við Davíð Oddsson þegar hann tók við formannsstöðunni í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti hann setið sem páfi í 50 ár án þess að nokkur mannlegur máttur gæti haggað honum af stóli.
Guðlaugur Hermannsson, 14.3.2013 kl. 11:23
Þá sitja þeir ekki of lengi.. konur geta ekki verið páfar þar sem konum mega ekki tala/kenna í kirkjum, eiga að halda sér hljóðum á meðan karlar tala... samkvæmt kristni.
Þannig að það er andstætt kristni að leyfa konu að vera biskup hér á íslandi, þær mega heldur ekki vera prestar samkvæmt biblíunni. Þess vegna er gyðingdómur/íslam/kristni sögð vera feðraveldistrúarbrögð
DoctorE (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 15:44
Skil Guðlaugur :9) doctor E, ekki viss hvort þér sé alvara en mér finnst betra að lifa í núna heldur en á myrkvaöldum. En satt samt.
Fanney Amelía Guðjonsson, 15.3.2013 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.