Forsetakosningar og stöð 2

Mér finnst þetta svolítið fyndið en líka sorglegt. Ég hef alltaf haldið að lýðræði sé það að við öll fáum að velja og að við eigum rétt á okkar skoðunum. Stöð 2 valdi að fá tvo frambjóðendur í salinn hjá sér en fékk skömm fyrir. Svo bjóða þeir hinum og fá skömm fyrir. Svo svara þeir fyrir sér og fá skömm fyrir. Frambjóðendur yfirgefa útsendingu og lýsa frati á stöðina. Það er þetta sorglega sem ég tala um. Ég var ánægð að stöð 2 sá að sér, en fékk svo ekki að kynnast þeim sem yfirgáfu settið. Það má segja að þau fái aldrei að vita hvort ég hefði kosið þau, sem er allveg útilokað núna þar sem ég vil fólk í stöðuna sem er aðeins öruggari með sig. Þarna varð þeim á og kenna stöð 2 um aðstæður þeirra. Ég vil meina að það hefði verið í lagi að lesa upp tilkynningu frá þeim en halda svo áfram og fá sinn tíma til að svara fyrir sig og kynna sig. Núna veit ég ekki hvað ég á að gera og hvern að kjósa. Eins og tölvan spyr mig stundum ; viltu nota default ef hitt klikkar.....ætli ég endi bara ekki með að ýta á default sem þýðir þá að ég kýs Ólaf. But thanks anyway :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband