3.6.2012 | 12:29
Fátæk, fátækari, fátækust !
Er eitthvað sem heitir minna fátækur? Er hægt að stigbreyta þessu orði eða er fátækt bara fátækt. Hvenær er maður fátækur? Þegar hann á ekki fyrir mat eða þegar hann getur ekki greitt bíla reikninginn er kemur að mánaðarmótum? Smá ófrísk, svolítið drukkinn, smá þjófnaður, stígur ekki allveg í vitið....ég get haldið endalaust áfram en læt þetta duga.
Ástæðan fyrir þessu skrifi er sú að ég varð fyrir þeirri óþægilegri reynslu að ræða um fátækt við konur sem fæddust, áður en þjóðin varð sjálfstæð.
Umræðan snérist um fátækt og hvað væri hægt að gera til að laga ástandið. Ég benti þeim á, í sakleysi mínu, að hægt væri að bæta hag manna með því að deila með þeim auðug landsins og veita þeim virðingu með því að gefa þeim pening til að lifa af, fyrir utan húsnæðið og farartæki, sem við teljum nauðsynlegt og mannréttindi. Síðan hvenær er að eiga bíl mannréttindi...smá útidúr. Hef aldrei heyrt eins hávær innsog!!, ég var rétt búin að sleppa orðinu. Og eins og okkar er venjan, að leyfa fólki ekki að klára setningar, (við erum mjög þjálfuð í þessu), hrópa þær að mér ; NEI við gefum þeim ekki pening, þau fara bara í ríkið á leigubíl og kaupa áfengi !! Þær kannast víst við þetta. Þegar ég loks gat róað þær, kláraði ég það sem ég vildi sagt hafið en mætti engri áheyrn. Ég var að reyna að benda þeim á að hægt væri að veita fólki aðstoð með ávisanir sem innihéldu vissri upphæð sem eigi að duga fyrir fjölskylduna, til kaupa á mat og öðrum nauðsynjavörum, smá mannréttindi. Þessar ávísanir myndu ekki vera gjaldgengar í ríkinu eða á ballstöðum. Ég fékk bakið í mig.
Við viljum enga lausn...er það? Fyrirtækin eru fátæk, við verðum að gera okkur ánægða með einn bíl, eina ferð til útlanda, tvær rauðvín um helgar ( voru eflaust 4).
En fjölskylda með 3 börn sem eiga ekki fyrir mat síðustu viku mánaðarins, þeim var nær.
Erum við að gera okkur grein fyrir ástandinu? Eða er fátækt bara ætluð þeim sem eiga nóg? Fjarstæðukennt en sannleikur, þau eru smá fátæk í dag, samkvæmt fjölmiðlum. Fólk sem eyddi síðustu krónunni til kaups á tjaldi fyrir fjölskylduna, þeim var nær. Þau eiga bara að finna annað bæjarfélag, til að búa í, slíta börn og buru upp frá rótum og byrja aftur. Fjarstæða að þau fari að búa í tjaldi með börnum sínum. Rífa sig upp úr skónum ( ef þau eiga par ) og vera jákvæð. Ég vildi að ég hefði lausn, fyrir utan þessa sem ég nefndi áður.
Fátækt er fátækt sama hvernig litið er á og allir eiga sömu möguleika og aðrir, á fátækt. Á morgun getur allt horfið. Í dag er allt horfið hjá mörgum! Hvað ætlum við að gera?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.