16.2.2012 | 19:59
Ef ég fengi tækifæri á að ræða við Snorra.....
Við vitum að það eru margar skoðanir á lofti um samkynhneigð og margir telja að hún sé uppgerð og val sem er í hátísku þessa dagana. Gay pride er ganga gjörninga . Skrítið fólk taki þátt í göngunni. Regnboga liturinn er flaggaður sem merki um samkynhneigð. Líkt og litur pólitískra hópa. Snorri steitir hnefann og les upp úr bíblíunni. Gunni í krossinum vill breyta þeim. Árni felur sig á bak við pólitík.
Ég heyri að: Samkynhneigð er synd. Þeir þurfa ekki að flagga kynhneigð sinni. Ekki kyssast opinberlega. Ekki sýna atlot innan um fólk.
Eiga sem sé að halda sig í skápnum. Við erum sátt við samkynhneigð en ekki ef við þurfum að horfa á það.
Dansarar, snyrtisérfræðingar og fatahönnuðir eru allir hommar? Ógerlegt að þeir séu fótboltamenn,. Pípulaggningarmenn, smiðir, stjórnmálamenn, forsetar, kennarar, hermenn, vörubílstjórar, lögfræðingar, löggur eða stjórnmálamenn! Í augum samfélagsins eru þeir fyrst og fremst hommar og eiga ekki að eiga sér drauma né þrár. Þeir eiga ekki dreyma um að eiga fjölskyldu og þetta venjulega líf. Þá séu þeir ekki hommar.
Ég er móðir samkynhneigðs manns og líð stundum órétti og heimskutal og þori ekki að neita fólki skoðun þeirra. Þegar sonur minn fæddist, lofaði ég að vernda hann með lífi mínu. Ég sat og horfði á hann og fannst hann fallegastur. Ég lofaði að kenna honum að taka sínar eigin ákvarðanir, að vera sjálfstæður. Að allt sem hann tæki sér fyrir hendur, gerði hann vel eða sleppti því. Að standa upp fyrir fólki og vernda það. Að vera góður fólki.
Hann gerir okkur, foreldra hans, hreykin á hverjum degi og ást okkar af honum dvínar aldrei. Þegar hann kom út úr þessum skáp, sem allir tala um, elskuðum við hann heitar og aftur lofaði ég að vernda hann. Reyndar datt mér aldrei í hug að ég þyrfti að vernda hann fyrir Biblíunni, Snorra, Árna eða Gunnari. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við þessa menn myndi ég sleppa því. Ég trúi því að Guð treysti mér fyrir syni mínum. Hann vissi að ég myndi ekki yfirgefa hann eða hætta að elska hann. Ég er auðmjúk Guði og þakka honum fyrir traustið sem hann sýnir mér. Að hann valdi mig til að hugsa um barnið Hans. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við Guð, myndi ég spyrja hann um Snorra, Árna og Gunnar.
Ég heyri að: Samkynhneigð er synd. Þeir þurfa ekki að flagga kynhneigð sinni. Ekki kyssast opinberlega. Ekki sýna atlot innan um fólk.
Eiga sem sé að halda sig í skápnum. Við erum sátt við samkynhneigð en ekki ef við þurfum að horfa á það.
Dansarar, snyrtisérfræðingar og fatahönnuðir eru allir hommar? Ógerlegt að þeir séu fótboltamenn,. Pípulaggningarmenn, smiðir, stjórnmálamenn, forsetar, kennarar, hermenn, vörubílstjórar, lögfræðingar, löggur eða stjórnmálamenn! Í augum samfélagsins eru þeir fyrst og fremst hommar og eiga ekki að eiga sér drauma né þrár. Þeir eiga ekki dreyma um að eiga fjölskyldu og þetta venjulega líf. Þá séu þeir ekki hommar.
Ég er móðir samkynhneigðs manns og líð stundum órétti og heimskutal og þori ekki að neita fólki skoðun þeirra. Þegar sonur minn fæddist, lofaði ég að vernda hann með lífi mínu. Ég sat og horfði á hann og fannst hann fallegastur. Ég lofaði að kenna honum að taka sínar eigin ákvarðanir, að vera sjálfstæður. Að allt sem hann tæki sér fyrir hendur, gerði hann vel eða sleppti því. Að standa upp fyrir fólki og vernda það. Að vera góður fólki.
Hann gerir okkur, foreldra hans, hreykin á hverjum degi og ást okkar af honum dvínar aldrei. Þegar hann kom út úr þessum skáp, sem allir tala um, elskuðum við hann heitar og aftur lofaði ég að vernda hann. Reyndar datt mér aldrei í hug að ég þyrfti að vernda hann fyrir Biblíunni, Snorra, Árna eða Gunnari. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við þessa menn myndi ég sleppa því. Ég trúi því að Guð treysti mér fyrir syni mínum. Hann vissi að ég myndi ekki yfirgefa hann eða hætta að elska hann. Ég er auðmjúk Guði og þakka honum fyrir traustið sem hann sýnir mér. Að hann valdi mig til að hugsa um barnið Hans. Ef ég fengi tækifæri á að ræða við Guð, myndi ég spyrja hann um Snorra, Árna og Gunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.