Góðar hugmyndir um hegðun á Facebook.

Ég var að lesa statusa á FB sem eru fullir af góðum hugmyndum um hvernig við eigum að haga okkur. Langar frásagnir sem fela í sér meintan áróður á aðra nema þeim sem deildu þessum ósköpum yfir okkur. Mér finnst ég vera stödd í skammarkrók og verið sé að prédika yfir mér. Með hryllingi er ég að pæla hvort þetta eigi við mig. Þetta veldur mér áhyggjum sem verður eflaust að magasári. Skildu þeir sem deila þessu með okkur vera svo fullkomnir að þeir vakni upp einn morguninn og hugsi með sér að best sé að skrifa okkur um hversu ómöguleg við erum. Mig langar ekki að vera í hópi þeirra en mig langar að deila með ykkur að virðing nær yfir svo margt því ekki getum við öll verið eins. Mér þætti tilveran leiðinleg og tóm ef þú værir alltaf sammála mér. Ef þú þyftir alltaf að vita hvort mér líði illa eða hvort ég væri hamingjusöm. Hvort þegar ég hlæ þá er ég að fela eitthvað og sé í raun óhamingjusöm. Svo lengi má telja. Ef þegar ég tala hvort fólk hlusti á mig er í alvörunni ekkert vandamál hjá mér. Virðing við sálu manna er meira en öll orð geta sagt og á við alla. Ég reyni en stundum tekst mér illa til. Ég gleymi oft að sá sem ég tala við er ekki spunninn úr sama lopa. En ég ætla ekki að prédika og virði þína veru hér á jörðu. Reyndar er ég að prédika og biðst innilegrar afsökunar á því. :9) eigið góðan og friðsælan dag. Ást og friður. =FG=


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband