MANNKYNISTAR, nýr hópur !!

Ég legg til að stofnaður sé hópur sem kallar sig mannkynista. Hópur sem berst á móti rasisma, órétti í lögum, brot á mannréttindum og allt það ljóta sem enn er við líði.

Ég hef aldrei talið mig til feminista. Ég tel alla hafa sömu réttindi til að standa sig í lífinu.  Ég er ekki með meira próf í lífinu og geri mér grein fyrir því þegar ég fæ kaupið mitt, en að sama skapi tel ég að vöntun á innkomu mína sé ekki vegna þess að ég er kona.

 Ljót og fjandsamleg orð í garð karla eða konu er ekki það sama og réttindi fyrir þessa hópa.

Konur sem börðust fyrir jafnrétti, hér áður fyrr, voru fangelsaðar og þeim bannað að tjá sig ekki taldar hæfar til að stjórna landi, keyra bíla, skrifa bækur eða kjósa. Okkur átti að nægja, að eiga menn sem gerðu þetta fyrir okkur.Tíminn var annar og létu þeir eftir konum að stjórna heimili, þvo fötin, ala börnin og elda matinn. Sem sé rekstur heimilisins líkt og rekstur þeirra á fyrirtækjum og stjórnun á alþingi.

Í dag er heitið " húsmóðir " úrelt og bannorð.

En kíkjum á hvað húsmóðir starfar við, séð frá mínum dyrum;

Rekstur heimilis, sem sé stjórnun.  .

Bókhald sem kostar milljónir að læra.

Þrifnaður og þvottur sem sumir greiða stórar upphæðir fyrir.

Matreiðsla og veisluhöld sem, já sumir fóru í skóla til að læra.

Hönnun á heimili sem kostar mega money að kaupa hjá fagmanni.

Bílstjórar án meiraprófs.

Það má bæta við þetta að karlar, áður fyrr, völdu vinnumarkaðinn til að sjá fyrir heimilinu svo að konan gæti rekið heimilið. Ég tel að þannig studdi karlmaður konuna.

 Ofbeldi, nauðgun, fjandsamleg framkoma og dónaskapur við konur er álitið rangt af báðum kynjum. Naugðun er fjandskapur og á sér engann stað í góðu samfélagi. Það er sagt að nauðgun sé morð á sál og að fólk nái sér aldrei. En nauðgun á sér engan þátt í barráttu kvenna til jafnréttis. Nauðgun er glæpsamleg hegðun sem sjúkt fólk framkvæmir. Sjúkt fólk sem á að eiga yfir sér jafnan dóm og manndráp gerir. En fyrst þarf að sanna það, samkvæmt lögum, eins og svo marga aðra glæpi sem þarf að sanna fyrir dómi.

 Ef þú lesandi ert enn að segja hommabrandara eða nota orð eins og hommatittur eða lessur ert þú í hópi rasisma. Þar gæti hópur mannkynista beitt sér fyrir að eyða þessum fordóm.Ef þessi skrif berast til Hildar, langar mig að spyrja hana hvort hún sé að verja þennan hóp eða er hún ein af þeim sem hlær eða notar lýsingarorð sem meiða og níða.Er hún að berjast fyrir öllum hópum eða er þetta bara um konur og framkomu við þær. Ég býð henni í mannkynista hópinn.

 Svo er hópur fólks að gagnrýna Vigdísi af orðum hennar. Mér finnst það sem hún skrifar sé í rétta átt í það að koma á jafnrétti. Hún bendir á að passa okkur að fara ekki of langt í þessari baráttu við hvort annað. Að fara ekki í öfgar og jafnvel setja konur í sama hóp manna sem beittu konum óréttlæti í denn tíð. Hún er ekki að fordæma feminista heldur bara að benda á öfgar í þeirra hópum. Þar er ég sammála henni. Ég býð henni í mannkynista hópinn.

 I am all woman...hear me roar J but I love men just the same !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband