Skemmtileg jólasaga og nýjar hefðir.

Ég er öll fyrir hefðir en finnst þær stundum hefta og binda okkur við það sama ár eftir ár. Þegar hlutir mistakast verður fólk sárt. Þessi jól ákvað ég að vera heima hjá mér og bjóða fjölskyldu bróður míns, sem féll frá fyrir rúmlega 2 árum. Svo bauð ég elstu systur minni sem venjulega heldur jólin ein. Ég keypti kjötið og hin sáu um meðlætið. Um daginn keyrði ég út pakka og náði svo í systur mína og svo var haldið heim að elda. Ég eldaði minn part en aldrei kom restin. Við biðum þar til hálf 6 en þá fór ég að setja saman meðlætið. Klukkubjöllurnar byrjuðu og hringdu með látum, eins og hefð segir til, því án þeirra væru engin jól :) 

Svo mætti restin þegar hljómurinn var að enda og við óskuðu hvort öðru gleðilegra jóla. Sonur minn hafði hlakkað mikið til að fá frændsystkini sín og var orðinn svolítið þungbúinn. Ég andaði léttar, allir komnir. Þegar ég svo leit í augu þeirra sá ég sorg og sá að mágkona mín átti erfitt. Ég brosti og faðmaði hana og sagði nú gleðjumst við í kvöld og og höfum þetta eins og við viljum.

Á meðn ég og mákona kláruðum að elda matinn horfðu hin á bíómynd, um fjölskyldufaðir sem var svo ákveðinn í að halda alvöru jól, en hlutirnir fóru á annan veg. ( Lampoon christmas vacation) Svo var myndin pásuð og sest að borði. Skáluðum fyrir jólunum og allir sáttir. En í miðjunni á þessu uppgötvaðist það að við gleymdum kartöflunum. Í staðinn fyrir að verða leið, hlógum við og ákváðum að þetta yrði ný hefð, að hafa ekki kartöflur með matnum þar sem nóg var af öðrum kræsingum. Allir sáttir. Eftir matinn var haldið áfram að horfa á myndina. Ég fór að sýsla í eldhúsinu og tek eftir einu vínberi sem lá þarna, waldorfinn hafði gleymdst. Ég vildi ekkert segja en þegar myndin endaði og hugað var að eftirréttinum tilkynnti ég að það væri auka eftirréttur, sem sé waldorfinn. Mágkona mín sprakk úr hlátri og svo tóku allir undir og úr varð eitt af því skemmtilegasta jólakvöld sem ég hef upplifað í langann tíma. Pakkar opnaðir með kátínu og gleði.

 Eftir á að hyggja tel ég að okkur voru send skilaboð frá mömmu og bróður mínum að henda öllum hefðum út og njóta þess að vera saman. Eitthvað segir mér að þau áttu hlut í því að hlutirnir fóru svona. Ég hef ákveðið að framvegis held ég jól án hefða og breyti um lit á jólatrénu á hverjum jólum.

Mákona mín er búin að kynnast yndislegum manni og var hann með okkur og held ég að hann hafi skemmt sér konunglega. Ég býð honum hjartanlega velkominn í fjölskylduna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband